Aðalfundur 2018

By March 3, 2018 March 8th, 2018 Fréttir
dreamstimemaximum 35272689

Aðalfundur 2018 fer fram miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa félagsmenn, 25 ára og eldri, auk eins forráðamanns kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins:

Enginn einn forráðamaður getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar.
c) Skýrslur og gögn skoðuð
d) Umræður um framlagðar skýrslur.
e) Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins
f) Lagabreytingar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.